Krapakerfi í skip HB Granda
Um þessar mundir er HB Grandi að setja North Star krapakerfi í þrjú skipa sinna. Ásbjörn RE verður með North Star M-20 SS/ASME/SW/SB/LI krapaísvél sem afkastar 10 tonnum. Vél þessi er sérstaklega hönnuð fyrir skip. Ísinn fellur úr vélinni í sléttan botn með rauf. Ísinn er skafinn niður um raufina í snigil sem blandar hann og flytur í dælu sem dælir honum frá vélinni þangað sem þess er óskað. Vélakerfið samanstendur af Bitzer skrúfuþjöppu gerð HSN7451-60 með OA 1854 olíuskilju, K1353TB sjóeimsvala, F1052F vökvageymi og rafmagnstöflu. Einnig verður sett niður forkælikerfi (RSW). Forkælirinn er útbúinn hálfsambyggðri Bitzer stimpilþjöppu sem er hraðastýrð til að tryggja hnökralausa keyrslu við breytilegt álag. Eimsvalinn er sjóþolinn kopareimsvali en eimirinn er úr titan af sk. "Shell/Plate" gerð. Kerfi þetta er sæmbærilegt því sem sett var niður í Stefni ÍS síðastliðið haust nema að þarna er forkælirinn að auki. Í Hegranesinu er einnig svipað kerfi.
Í Venus HF og Brettingi SU verða einnig settar North Star M-20 SS/ASME/SW/SB/LI krapaísvélar með afköst upp á 10 tonn. Vélar þessar eru svipaðar og í Ásbirni en eru tengdar beint við frystikerfi skipana og er þá sérstakur vélbúnaður fyrir þær óþarfur og þar af leiðandi sparast bæði fé og pláss sem er oft að skornum skammti um borð í skipum.
Sala á North Star krapavélum hefur verið mjög góð og nú þegar hafa 15 vélar verið afhentar af Kæliækni. Mikill og vaxandi áhugi er fyrir þessum lausnum þar sem vélar þessar þykja mjög svo gangöruggar og eru ekki bundnar af háu saltmagni eins og aðrar krapavélar.