Frystitogarinn Lynx í Kanada
Nýr og glæsilegur frystitogari bættist í flota útgerðarfyrirtækisins Fishery Products Inc. í St.John?s á Nýfundnalandi ekki fyrir löngu. Togarinn, sem upphaflega var hafin smíði á í Orskov skipasmíðastöðinni í Danmörku en lokið við í Naval skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi, er útbúinn til rækju- og grálúðuveiða. Um borð eru 3 lausfrystar fyrir rækju hannaðir í samvinnu Kælitækni og Carnitech a/s, þar af einn sem einnig er útbúinn til frystingar á grálúðu. Heildarafköst lausfrysta eru um 55 ? 60 tonn á sólarhring. Þá eru 5 láréttir plötufrystar frá DSI, einnig með heildarafköst 50 ? 60 tonn á sólarhring og 1400 m3 frystilest. Uppsett afl til frystingar og geymslu er 640 kW við ?37,5/+25°C og er náð með tveimur Mycom skrúfuþjöppum og viðhaldsvél frá Sabroe/York. Kælitækni og Cooltech ltd. í Kananda sáu um höndum hönnun, eftirlit og uppstart á frystikerfinu auk þess að selja meginhluta búnaðarins.