Fiskþurrkun hjá Gullfiski
Nokkur ár eru síðan Kælitækni tók við dreifingu og sölu á Munters loftþurrkurum. Framan af voru þurrkararnir lítið þekktir og nánast einungis notaðir til að þurrka upp vatn eftir vatnstjón. Notkunarsvið þurrkaranna er hinsvegar afar víðtækt og má
í raun nota þá til að þurrka loft við nær hvaða aðstæður sem er. Kælitækni hefur þróað aðferð til að nota þá til þurrkunar á harðfiski með góðum árangri. Tryggvi Tryggvason hjá Fisksöluskrifstofunni ehf. í Hafnarfirði (Gullfiski) festi kaup á harðfiskþurrkkerfi frá Kælitækni fyrir nokkru. Þetta er annað kerfið sem Kælitækni selur til þessa aðila en nýja kerfið er sett upp í 40 feta einangraðan hágám sem hefur verið breytt. Eins og í eldra kerfinu er notast við Munters loftþurrkara auk kælibúnaðar til að tryggja hámarks gæði við þurrkunina en þurrkferlið er allt tölvustýrt og útbúið skjámyndakerfi í PC vél. Auk Kælitækni komu ýmsir verktakar að verkinu en meginhönnun og sala kerfisins var í höndum Kælitækni.