Vel heppnuð heimsókn til Bitzer International í Þýskalandi
Síðastliðið vor var farin námskeiðsferð til Bitzer í Þýskalandi. Auk Sigurðar í Kælitækni sóttu námskeiðið þeir Þorsteinn Ragnarsson í Alkul, Jón Egilsson í Ísfrost og Benedikt Ásmundsson hjá Kæliverki. Námskeiðið tók eina viku og var m.a. skoðuð skrúfuþjöppuverksmiðja í Rottenburg sem er ein sú fullkomnasta í heimi. Verksmiðjan var ræst á síðasta ári og er nú þegar unnið á vöktum í henni til að anna eftirspurn.