• Valmynd: Hoppa beint á valmynd skjals
  • Aðalefni: Hoppa beint á aðalefni þessa skjals

Kælitækni

Leit:

Undirvalmynd

  • Lítill texti
  • Medium texti
  • Stór texti
  • Senda fyrirspurn
  • Fá hringingu
  • Póstlistinn
  • Forsíða
  • Vörulisti
  • Atvinnuvegir
    • Sjávarútvegur
      • Helstu verk
      • Vörur og birgjar
      • Krapaís
    • Matvöruverslanir
    • Hótel, veitingastaðir ofl.
    • Byggingaverktakar
    • Bakarí
    • Kæliverktakar
  • Fréttir
  • Ráðgjöf og Þjónusta
  • Tækniupplýsingar
  • Tenglar
  • Fyrirtækið

Krapaís eða "Flo-Ice", sem framleiddur er úr sjó eða pækli hefur verið í notkun um borð í íslenskum fiskiskipum í nokkur ár og gefið góða raun.

Krapaís Karfi í krapaer í raun ískristallar sem fljóta í kuldaupplausn. Þessir fljótandi ískristallar gera það að verkum að auðvelt er að dæla krapaísnum, hann rennur eins og vatn þó ískristallamagnið sé 20% og hægt er að dæla allt að 50% ískristallahlutfalli.  Notkunarmöguleikar krapaíss við fiskveiðar og í fiskvinnslu eru nánast óþrjótandi og krapaísinn fullnægir þeirri almennu kröfu sem gerð er um allan heim: "Að kæla aflann eins fljótt og mögulegt er og halda hráefninu við 0°C til -1°C hitastig".  Krapaísinn flýtur algerlega yfir hráefnið og mjúkir ískristallarnir skemma það ekki.  Þá er krapaísinn í mörgum tilvikum hagkvæmari en hefðbundnar tegundir af ís en hann kælir allt að 3 til 4 sinnum hraðar en venjulegur flögu- eða plötuís samkvæmt rannsóknum hollensku fiskrannsóknarstofnunarinnar RIVO-DLO. Einnig kemur fram í rannsóknum sama aðila að þyngdartap fisks, sem geymdur er í Flo-Ice, er minna en fisks sem geymdur er í flöguís og munar þar um minnst 1% eftir 8 daga geymslutíma. Hér getur verið um umtalsverð verðmæti að ræða.  Þá hafa rannsóknir RIVO-DLO á rækju sýnt að kælingartími hennar úr 20°C í 0°C með Flo-Ice er 18 mínútur en með flöguís 113 mínútur. Samkvæmt rannsókn sem Stefanía Karlsdóttir gerði í samráði við RF getur nýting þorsks orðið allt að 5,7% betri ef krapaís er notaður til kælingar á hráefninu. Fyrstu Flo-Ice ísvélarnar voru settar um borð í Hólmadrang ST-70, Arnar HU-1 og Örvar HU-21 í byrjun árs 1996. Þessar krapaísvélar hafa síðan sannað gildi sitt sem einn þáttur í betri meðferð hráefnis og aukinni verðmætasköpun. Nú orðið eru krapaísvélar um borð í fjölmörgum íslenskum fiskiskipum, meðal annars eru Flo-Ice vélar um borð í þó nokkrum skipum Samherja hf. Fyrir nokkrum árum var Flo-Ice vél sett upp í landvinnslu hér á landi. Framleiðir vélin krapaís úr pækli.  Eigendur vélarinnar telja að eingöngu með því að kæla hráefnið á vinnslufæribandi með Flo-Ice krapaís sé raunverulegt að halda hráefninu við kjörhitastig og einnig hafi nýting hráefnisins aukist um allt að 1%.

Keyrir á WebEd Pro frá hugsandi Mönnum: Hugsandi Menn