Kælitækni hefur sinnt sjávarútvegsfyrirtækjum í mörg ár með sóma.
Mörg af helstu fiskiskipum íslenska flotans eru með lausnir frá Kælitækni.
M.a. var sett krapakerfi um borð í Engey RE 1 í byrjun sumars 2005. Krapakerfið samanstendur af alsjálfvirkum blöndutanki til að blanda saman sjó og vatni.
Með því móti er hægt að velja mun lægri saltprósentu í krapann en það er mjög hentugt þegar unnið er með flök svo að þau verði ekki of sölt.