
Breiður viðskiptamannahópur hjá Kælitækni
Viðskiptavinir Kælitækni spanna í dag breiðan hóp sem eru í raun allir sem þurfa á kælingu eða frystingu að halda. Gildir þá einu hvort um er að ræða hraðfrysti- eða ískerfi fyrir útgerð og fiskverkun, frysti- eða kæliborð fyrir verslanir, ísblandara fyrir veitingahús, klakavélar fyrir verslanir, veitingastaði og hótel eða loftkælikerfi fyrir skrifstofur og tölvurými svo nokkuð sé nefnt.
Hér til hliðar má sjá þær helstu atvinnugreinar sem nýtt hafa sér lausnir og þjónustu Kælitækni.